laugardagur, 17. júní 2006

Gleðilega þjóðhátíð.

Gleðilegan 17.júní. Lýðveldið orðið 62 ára. Það er hinn virðulegasti aldur. Búið er að rigna í hálfan mánuð nánast samfellt. Nú í dag hefur aðeins stytt upp þannig að það er hægt að koma út. Annars langt síðan ég skrifaði. Mikið verið að gerast hjá okkur. Fertugsafmæli Gunnars þann 13. júní sl. Sirrý heim frá útlandinu. Hjörtur, Ingibjörg og nafni heim frá útlandinu. Mamma og pabbi, Þórunn og Sveinn líka heim frá útlöndum. Í gær fórum við og heimsóttum nafna í Borgarnesi og ílentumst þar í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu og foreldrum Ingibjargar. Horfðum á æsispennandi landsleik Íslands og Svía í handboltanum. Við náðum að tryggja okkur sæti í heimsmeistarkeppninni. Nú segi ég við því "strákarnir okkar" stóðu sig eins og hetjur þótt þeir töpuðu með einu marki. Stórsigurinn í Globen í Stockhólmi duggði til heildarvinnings vegna 4 marka munar. Skruppum svo aðeins einn rúnt í bæinn að venju en það var allt búið þar, þótt mikið væri af fólki í bænum. Jæja læt þetta duga í bili. Kveðja.

Engin ummæli: