laugardagur, 24. júní 2006

Jónsmessa.


Höfum verið heima í dag. Notið góða veðursins sem hér hefur ríkt. Heimsóttum Íu og Kolla. Hér kom Stefanía í heimsókn. Svíar töpuðu tvö núll fyrir Þjóðverjum í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Þeir voru ótrúlega óheppnir enda erfitt að keppa við Þjóðverja á heimavelli í Munchen. Í gærkvöldi hittum við Höllu Sigrúnu, Hannes, Önnu Stínu og Hjálmar Örn í Húsdýragarðinum. Vorum að leita að Jónsmessufjöri og enduðum á heimsókn inn i Laugardal þar sem var skemmtihlaup í gangi. Enduðum svo í kvöldheimsókn hjá mömmu og pabba. Þar var staða dægurmála krufin og rædd. Jónsmessa hefur víst aldrei náð sömu hátíðarstemmingu og í Svíþjóð. Þar er þetta einn helsti hátíðardagur ársins. Jónsmessa mun vera í minningu þess að þennan dag fyrir margt löngu hélt Jóhannes skírari eftirminnilega ræðu. Þegar bloggið mitt er skoðað undanfarin tvö ár um þetta leiti er ekki minnst á Jónsmessu fyrr en nú. Það segir ef til vill sína sögu. Annars ekkert í fréttum þannig að ég bið að heilsa.

Engin ummæli: