sunnudagur, 25. júní 2006

Hugur vor dvelur í Þýskalandi.

Mark Beckham var svakalega flott. Snúningsbolti beint í mark af 20 til 30 metra færi. Annars var leikurinn ekkert sértaklega skemmtilegur. Englendingarnir spiluðu upp á vörn og töf. Fengu tvö spjöld fyrir að tefja leikinn. Þeir eru komnir í átta liða úrslitin, en verða að gera betur en þetta til að eiga vinningsvon. Ekvadormenn börðust áæglega en réðu ekki við England.
Maður vissi nú stundum ekki út á hvað leikur Portugals og Hollands gékk. Allt logandi í áflogum á vellinum og fjórir reknir út af. Portugalir unnu með einu marki. Var hissa að sjá séntilmanninn Fico skalla Hollending á vellinum og fá "bara" gult spjald. En það var Manche sem skoraði sigurmark Portugala. Það er örugglega mikið fjör þar á götunum. Vorum á Algarve árið 2000 þegar Evrópukeppnin var haldin og upplifðum svona alvöru fótboltasigurs stemmingu. Annars verið heima við í dag dundað okkur við hitt og þetta.

Engin ummæli: