þriðjudagur, 20. júní 2006

Vá hvílík barátta!


Maður verður að taka ofan fyrir Svíum eftir leikinn gegn Englandi. Þeir börðust eins og ljón. Skipulagðir og svo var bara sett í puð gírinn og jafnað tvö tvö. Nokkurn veginn svona gékk leikurinn. Englendingar skorðu fyrsta markið, Svíar jöfnuðu. Englendingar skora 2/1. og Svíar jafna undir lokin. Hraður og skemmtilegur leikur með stórglæsilegum mörkum. Mark Cole var náttúrulega meistaralegur grís. Snúningsbolti í hægra bláhornið af 40 metra færi. Mark Gerards var ódýrt heppnismark, en skalla mark Almarks var flott en mark Larssons var svona í flokknum "réttur maður á réttum stað" og pínulítið pot. Hvað um það þetta var hörkuleikur. Hingað komu í dag Hjörtur, Ingibjörg og nafni og verða fram á fimmtudag. Valdimar og Stella litu við í kvöld. Sigrún er á kvöldvakt. Hún vinnur mikið stúlkan sú. Annars mest lítið í fréttum. Kveðja.

Engin ummæli: