
mánudagur, 28. júlí 2008
Frændi kvaddur.

sunnudagur, 27. júlí 2008
Helgarlok
Hér hefur verið í nógu að snúast. Sigrún Huld átti afmæli í gær. Nú er yngsta barnið orðið 21 árs gömul. Tíminn líður með ógnarhraða þegar maður horfir til baka. Eins og oft áður á þessum degi komu hér við góðir gestir. Þar á meðal foreldrar mínir Unnur og Hjörtur, systur mínar Þórunn og Sveinn mágur, Stefanía og Unnur Jóns frænka og Halla ömmusystir. Vona að þið finnið út úr þessari romsu hvaða nöfn systurnar bera, ef þið vitið það ekki þegar. Gunnar Örn og börn komu hér við ásammt vinkonu hans á föstudaginn. Snemma í morgun fór Hjörtur til Svíþjóðar að loknu sumarleyfi. Heimkoman var góð. Húsið og bíllinn voru í fínu standi og ekkert óhapp skeð eins og í síðasta fríi þegar ískápurinn eyðilagðist. Nafni er hér hjá okkur en Jóhannes fór í Borgarnes með Ingibjörgu. Við höfum notið góða veðursins hér í Fossvoginum í dag. Byrjuðum á því að fara út á róluvöll með þá bræður og höfðum með okkur kaffi og blöð. Síðdegis týndum við rabbabara og sultuðum í nokkrar krukkur. Það hefur heldur angrað okkur í dag að það er svo mikið á geitungum sveimandi á pallinum okkar. Þetta eru nú helstu afrekin héðan í fríinu. Kveðja.
fimmtudagur, 24. júlí 2008
Fréttir úr fríinu


sunnudagur, 20. júlí 2008
Í sumarfríi

Labels:
Fjölskylda,
Stjórnmál,
Svíþjóð
þriðjudagur, 15. júlí 2008
Heimsókn í Liseberg.

sunnudagur, 13. júlí 2008
Á sunnudagskvöldi.
Í gærdag þann 12. júlí vorum við í brúðkaupi Sigtryggs Kolbeinssonar og Kristínar Eiríksdóttur. Athöfnin hófst kl.18.00 í Háteigskirkju og síðan var boðið til kvöldverðar. Brúðhjónin eru á förum til Ameríku í framhaldsnám og fylgja þeim bestu óskir okkar. Sigurður og Lauga litu við hjá okkur í gær. Hér er í heimsókn sonarsonur Pálma Ingavarssonar og alnafni hans frá Seattle. Við höfum að mestu verið heimavið. Hingað komu Hilda, Maggi og Vala Birna, Stella og Lilja í dag að hitta þá frændur Svein Hjört og Jóhannes Erni. Ingibjörg var hérna yfir helgina. Hjörtur Friðrik er norður á Akureyri að vinna og Valdimar í sinni vinnu og að sjálfsögðu Sigrún Huld sem er að vinna í Vík í Mýrdal. Við skruppum til foreldra minna í kvöld með Svein Hjört en hann mun verða hér áfram. Af öðrum fréttum í vikunni má nefna að við fórum í jarðarför Jóhannesar Kristinssonar vinar og nágranna foreldra minna úr Víðihvamminum í Landakotskrikju. Blessuð sé minning hans. Þetta eru svona helstu fréttir héðan. Bestu kveðjur.
laugardagur, 12. júlí 2008
Kasta sér til sunds.


miðvikudagur, 9. júlí 2008
Komin heim.
Við komum heim seint á mánudagskvöldið frá Kaupmannahöfn. Þetta er búin að vera ágætis ferð um Svíþjóð. Aðrar fréttir eru þær helstar að í gær voru stjórnarskipti í Rótarýklúbbnum mínum. Ég er búinn að vara í stjórn klúbbsins sl. þrjú ár. Þetta var því orðið ansi góður tími. Gott að vera laus en jafnframt pínulítill söknuður enda hefur þetta verið gefandi og skemmtilegt tímabil. Byrjaði í vinnunni í dag. Maður þarf alltaf að taka sér tak eftir svona frí. Hjörtur hefur verið hér með strákana sína. Sigrún Huld kom í stutta heimsókn í dag frá Vík. Valdimar og Lilja komu hér í gær í stutta heimsókn svo og foreldrar mínir. Kveðja.
sunnudagur, 6. júlí 2008
Kristianstadsdagarnir.
Við höfum verið hér í Kristianstad síðan á föstudaginn. Veðrið hefur verið eins og best er á kosið. Hér er spiluð tónlist á hverju götuhorni. Í gærkvöldi fórum við á tónleika sem nefndust "Shakespeare in love". Við fórum út í Åhus og sigldum á neðri hluta Helgean og nutum náttúrunnar og veðurblíðunnar. Nú er tími hinna fersku jarðarberja sem við kaupum ný á 280 kr fulla öskju (líklega 1. kg.). Annars finnst mér verðlag hátt, þótt vafalaust sé hér flest ódýrara en heima. Við ætlum að fara í bíltúr í dag og skoða næsta nágrennið. Ég hef verið að horfa á þrátíu ára myndaseríu með Robert Mitchum eftir sögu Hermanns Wouk sem heitir í íslenskri þýðingu Stríðsvindar (Krigets windar). Man eftir þessari seríu þegar við bjuggum hér á árum áður. Svíar ástunda svolítið fortíðar nostalgíu. Það er gaman að velta sér upp úr því líka, sérstaklega þar sem maður man svo vel margt af því sem verið er að spegla úr fortíðinni.
fimmtudagur, 3. júlí 2008
Kristianstad, Jönköping, Göteborg, Kristianstad.
Á sunnudaginn var fórum við til Jönköping sem staðstett er sunnanvert við hið mikla vatn Vettern. Þar vorum við í þrjár nætur. Á meðan Sirrý sinnti sínum erindum í háskólanum notaði ég tímann til að skoða þessa fallegu borg, sem stundum er kölluð litla Jerúsalem vegna allra þeirra kirkjubygginga sem þar má finna. Ég skoðaði aðalkirkjuna,Sofíakirkjuna en þó aðallega merkilegar gamlar timburkirkjur frá 17. öld sem eru staðstettar í nágrenni Jönköping.
Við héldum svo áleiðis til Gautaborgar í gær og fengum inni á góðu hóteli í Mölndal. Myndin er tekin á Älvsborgsbrúnni og átti að vera tilraun til að taka yfirlitsmynd af Gautaborg. Fórum í Liseberg um kvöldið og áttum annars fínan dag í Gautaborg. Héldum síðdegis áleiðs til Kristianstad með viðkomu í Särö.
Þetta hefur verið skemmtileg ferð og gefandi eins og svo oft áður á þessum slóðum. Fólkið er vinalegt og okkur er tekið með opnum örmum hvar sem við komum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)