miðvikudagur, 7. janúar 2009

Af veðri og óvinafagnaði

Þetta er ótrulegt veður á þessum árstíma. Hiti örugglega 6°c undir miðnættið. Nú er komin hellirigning. Á sama tíma er fólk víða á meginlandi Evrópu skjálfandi af kulda og hefur ekki gas til að hita húsakynni sín. Eitthvað eru Ísraelsmenn að sýnast gagnvart umheiminum og gefa fólkinu á Gaza möguleika á að draga andann milli sprengjuregnsins. Það er skammarlegt hvernig þeir hafa hagað sér síðustu daga. Það hljóta að vera einhverjar aðrar leiðir mögulegar í samskiptum Palistínumanna og Ísraelsmanna. Ég tek ofan fyrir ungu ísraelsku stúlkunni í viðtali hjá CNN í gær sem þorði að tala máli Palistínumanna og benda á að fólkið á Gaza hefði ekki sömu möguleika á að verjast sprengjum frá Ísraelsmönnum eins og þeir sprengjum frá Gaza. Lykillinn að varanlegum friði væri sá að fólkið færi að tala saman. Hvernig væri nú að prufa þessa leiðsögn stúlkunnar til þrautar - og svo aftur til þrautavara í stað þess að láta sprengjurnar tala? Ef mælirinn er fullur getur líka verið ráð að hella úr honum og byrja upp a nýtt.

Engin ummæli: