þriðjudagur, 6. janúar 2009

Á þrettándanum - sprengingar

Jæja þá eru jólin búin. Þetta hefur verið góður tími með ágætis fríum - gerist vart betra ef frá er talið fótbrot Sirrýjar og óþægindi hennar vegna þess. Margir búnir að sprengja í kvöld enda gott veður til þess, stilla og útsýni gott til Perlunnar í myrkrinu. Annars var ég á fyrsta fundi ársins í Rótarý. Gestur fundarins var utanríkisráðherra. Fór yfir ýmis mál þar á meðal atburðina á Gaza. Góður vinur minn telur þessar árásir vera vegna þess að stjórnarandstaðan í Ísrael sé að vinna fylgi á kostnað ísraelsku ríkisstjórnarinnar vegna ásakana heima fyrir um linkind hennar. Þessvegna bregðist stjórnvöld svo harkalega við og drepi hundruðir manna til þess að afsanna meintar ásakanir um linkind. Ég segi nú bara eins og Palme þegar hann ásakaði fasistana á Spáni fyrir sín illvirki: Satans mördare (Bölvaðir morðingar).

Engin ummæli: