sunnudagur, 25. janúar 2009

Svíarnir okkar farnir.

Í dag fóru til síns heima Hjörtur Friðrik og fjölskylda eftir skamma og óvænta dvöl hér á landi. Amma Ingibjargar lést nú um miðjan mánuðinn og kom hún til þess að fylgja henni. Hjörtur var búinn að ráða sig í afleysingar í eina viku. Maður fylgist af athygli með þjóðmálaumræðunni og þeim tíðindum sem berast orðið á hverjum degi af vettvangi hennar. Þetta eru miklir umbrotatímar sem við lifum og væntanlega mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en yfir líkur.
Kveðja.

Engin ummæli: