þriðjudagur, 27. janúar 2009

Þín minning lifir í mínu hjarta...

Var að koma af söngæfingu þar sem þetta var lokalagið sem við æfðum. Söngæfingar hafa byrjað að fullum krafti eftir áramótin. Nýir söngfélagar í allar raddir og hugur í kórnum. Framundan er kirkjusöngur í mars. Söngferðalag um Snæfellsnes í apríl og eithvað fleira er á dagskránni. Nú ég er að herða taktinn í leikfiminni líka. Ég ætla að reyna að komast í nokkrar Skálm göngur fram á vorið ef aðstæður leyfa. Nú þýðir ekkert annað en að vera í fínu fórmi. Svo vakir hjúkkuneminn minn yfir pabba gamla og mælir blóðþrýsting og spyr hvort ég sé búinn að fara í hina og þessa mælinguna. Í dag var ég á Rótarýfundi þar sem fjallað var um vímuforvarnir ungmenna. Þar var boðskapurinn m.a. að mikilvægt væri að halda unglingum frá áfengi fram yfir 18 ára aldur. Það mundi stór minnka líkur á áfengisvandamálum síðar á lífsleiðinni. Annars hefur athyglin í dag að stórum hluta beinst að stjórnarkreppunni og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kveðja.

Engin ummæli: