laugardagur, 31. janúar 2009

Spaugstofan siðlaus?

Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég er búinn að fá nóg af þessum Spaugstofuþáttum. Þetta eru sömu klisjurnar viku eftir viku og öll sköpun löngu horfin úr þessum þáttum, ef hún þá var einhver. Svo þessi aukaskot í lokin sem sýna mistök í upptöku og hvað leikararnir hafa gaman af því að taka þetta bull upp. Halda þeir virkilega að við sjáum ekki í gegnum það hvað þeir eru líka búnir að fá sig fullsadda af þessu bulli. Liður í því að auka veg þjóðfélagsumræðunnar er að hætta með svona aulafyndni um það fólk sem stýrir þjóðmálunum hverju sinni. Eitt innslagðið í þáttinum í kvöld var um siðleysi stofnana. Þeir úthrópuðu meðal annars Kaupþing sem siðlausan banka. Gerir það þá ekki Spaugstofuna siðlausa að hafa notað þennan sama banka um árabil sem kostnunaraðila þáttanna? Ég minnist þess ekki að Stofan hafi gangrýnt Kaupþing meðan bankinn tók þátt í að fjármagna þennan þátt.

Engin ummæli: