mánudagur, 26. janúar 2009

Kaflaskil í pólitíkinni

Þetta var óvænt útspil og jafnvel svolítið broslegt að brjóta stjórnarsamstarfið á því hvort Jóhanna yrði forsætisráðherra. Hún gat varla sjálft leynt undrun sinni í því leikriti sem spilað hefur verið í fréttaþáttum dagsins enda hafði forsætisráðherra embættið fyrst verið nefnt við hana í morgun. Það er ljóst að sú stjórnarkreppa sem nú er skollin á verður ekki auðleyst frekar en efnahagskreppan sem við glímum við. Stjórnarslitin svala væntanlega reiði einhverra óánægðra í bili, en hún mun ekki flýta fyrir því að byggja upp nauðsynlegt traustí íslensku samfélagi. Vandinn sem við er að glíma er gríðarlegur. Ríkissjóður er í skuldafeni sem taka mun mörg ár að greiða úr. Fjöldi heimila og fyrirtækja er á skuldaklafa sem verður erfitt að bera. Við þurfum á góðum leiðtogum að halda út úr þessari krísu. Einvhern veginn sé ég þá ekki í þeim hópi sem nú ræður ráðum sínum.

Engin ummæli: