miðvikudagur, 15. apríl 2009

Að lokum

Út á Vättern. Svona var útsýnið af tólftu hæðinni í dagsbirtunni. Hér sér út á Vättern eins langt og augað eygir. Í nærmynd er þakið á Tändsticks Museet (Eldspítusafnið). Þetta eru byggingarnar þar sem verksmiðjurnar voru áður til húsa og búið er að breyta þeim í stórmerkilegt atvinnuvegasafn Jönköping bæjar. Þarna eru einnig minni búðir og markaður á laugardögum. Það fer vel á því að óska Valda mínum til hamingju með afmælið. Það var á ljúfum degi sem þessum fyrir 27 árum sem hann fæddist.
Í átt að miðbænum. Þetta er útsýni úr íbúðinni til austurs í átt að miðbænum. Í Jönköping og Huskvarna búa að sögn um 150 þúsund manns. Háskólinn er mjög fyrirferðamikill í samfélaginu og hefur verið lagt mikið fé til uppbyggingar hans á undanförnum árum. Fullt af veitingahúsum eru þar og mikið af fólki á ferli. Upplifun dagsins var þegar afgreiðslumaðurinn í búðinni saup hveljur þegar hann sá kretitkort merkt Landsbankanum. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem rændu "okkur" óflekkuðu orðspori.
Jönköping frá hæsta punkti. Keyrðum upp að kirkju og samkomuhúsi sem heitir Fjällstugan. Þar er þessi mynd tekin. Miðbær Jönköping er þar sem bryggjusporðurinn stendur út í vatnið en fjær sér til Huskvarna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ.
Útsýnið úr íbúðinni "okkar" á 12. hæðinni breyttist lítillega um helgina þegar aðalgatan var skreytt með fjölmörgum litlum þjóðfánum sem hanga þvert fyrir götuna. Það er greinilegt að Jönköping er að búa sig undir að taka á móti ferðamönnum sumarsins. Ekki hefur mér nú tekist að koma auga á okkar fána, en ég á eftir að fara "niðureftir" og leita að honum.
kveðja Sirrý.