sunnudagur, 24. september 2006

Haustferð í Skaftártungu.

Skaftártungan Við fórum austur í Skaftártungu á föstudag. Keyrðum austur í fínu veðri. Stoppuðum í Víkurskála og borðum þar. Héldum svo áfram og vorum komin í Tunguna um klukkan níu um kvöldið. Við vígðum nýja svefnsófann sem við keyptum í bústaðinn og er það allt annað að sofa í honum en kojunum. Nú við fórum svo í mikinn göngutúr á laugardeginum fyrir hádegið og sváfum svo góðan lúr eftir hann. Þá var haldið á Klaustur en þar var búið að loka matvörubúðinni. Maður vill jú styrkja landsbyggðina með öllum ráðum, en það er erfitt að gera það þegar maður kemur að læstum dyrum. Það var þó nokkuð af túristum og veiðimönnum á svæðinu, bæði gæsa- og stangveiðimönnum sem ætluðu að versla. Við gistum svo í nótt og lögðum að stað í morgunsárið heim aftur. Þetta var frábær ferð.

Engin ummæli: