sunnudagur, 10. september 2006

Bröns og afmæli Emils.

í morgun heimsóttu okkur Björn og hundurinn Sunna. Hilda, Magnús og Valgerður Birna. Valdimar og Stella. Við fengum okkur saman þessa fínu fiskisúpu. Síðdegis fórum við svo í afmælisveislu til Emils Draupnis en hann varð átta ára í vikunni. Þar hittum við: Sigurð og Vélaugu. Gunnar, Bergstein, Kára og Bryndísi. Baldur Braga, Fjólu, afmælisbarnið Emil Draupni og Maríu Góð. Valdimar Gunnar leit einnig við. Þarna var einnig fjölskylda Fjólu, foreldrar og systkini. Þá fórum við líka á Hlíðarveginn og hittum mömmu og pabba. Ég tók nokkur lög á píanóið og Sigrún söng einsöng í tveimur lögum. Maður stoppar bara ekki þessa dagana. Okkur hefur langað austur í bústað en höfum ekki komist. Á morgun er fyrsta kóræfingin kl. 20.00 ef ske kynni að einhverjir Skaftfellingar læsu þetta pár mitt. Vantar alltaf góða söngmenn í kórinn og Tungufólk hefur verið duglegt að mæta. Læt þetta duga. Kveðja.

Engin ummæli: