sunnudagur, 17. september 2006

Sænsku kosningaúrslitin.

Jæja Göran Person er búinn að lýsa sig sigrðan í kosningunum í Svíþjóð. Þrátt fyrir 4% hagvöxt náði hann ekki vopnum sínum. Kosningarloforð hans gékk út á að hann mundi halda áfram á sömu braut. Gaf óskýr skilaboð um hvað hann mundi gera varaðndi m.a. atvinnuleysið og hafði loðna framtíðarsýn. Moderatarnir unnu stórsigur í kosningunum. Leiðtogi þeirra er Fredrik Reinfeldt. Það er augljóst að þarna er kominn leiðtogi af nýrri kynslóð manna, yngri og ferskari en GP. Vonandi tekst nýjum meirihluta að hrista upp í sænsku þjóðfélagi og skapa því ný tækifæri inn í framtíðina. Tími GP var búinn og í raun tóm della að láta hann keppa um endurval eftir 10 ár á ráðherrastóli. En valdamenn láta ekki auðveldlega segjast þegar þeirra tími er búinn og tími til að skipta um forystu. Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Af okkur er það helst að frétta að við höfum verið heimavið í dag og í gær aðallega við heimilsstöf. Það veitir víst ekki af að reyna að taka svolítið til við og við. Sirrý skrapp á ráðstefnu sem fjallaði um alzheimer sjúkdóminn. Við höfum verið að passa hundinn hana Sunnu í dag og í gær. Björn skrapp norður. Við litum aðeins við hjá Íu og Kolla. Nú og svo komum við hjá Hildu og Magnúsi og fengum að halda soldið á heimasætunni Valgerði Birnu. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: