föstudagur, 1. september 2006

Vikumolar.

Var í tvítugsafmæli Unnar Sveinsdóttur frænku minnar í dag 1. september. Sirrý fær bestu kveðjur á afmælisdaginn sinn sem er í dag, en hún skrapp yfir Pollinn í nokkra daga. Nú það er helst annað í fréttum vikunnar að ég hitti Guðbjörn Þór æskuvin minn hjá Helga og Ingunni í gærkvöldi en hann er hér í nokkra daga heimsókn. Mánudag og þriðjudag var ég á auðlindaráðstefnu á Hótel Sögu. Það er alltaf frískandi að heyra í fræðimönnum spá og spekúlera. Fræðimennirnir veltu því fyrir sér hvernig best væri að nýta fiskmiðin í hafinu og hvað skórinn kreppir að í fiskveiðum í heiminum. Í stuttu máli sagt eru verkefnin óþrjótandi á þeim vettvangi. Tema ráðstefnunar var við hvaða aðstæður mætti ná bestum árangri í nýtingu fiskimiða og ýmissa náttúruauðlinda. Ef hægt er að tala um niðurstöðu á ráðstefnu af þessu tagi þá var hún að mínu viti að besta skipulagið er þegar kraftar markaðarins fá notið sín og nýtingar- og eignarréttur er vel skilgreindur. Í dag fór ég í fyrsta leikfimitíma vetrarins og verður að viðurkennast að maður var dálítið stirður, enda varla búinn að jafna mig eftir hnésnúninginn. Nú fara vetrarverkefnin að byrja hvert á fætur öðru. Kveðja

Engin ummæli: