mánudagur, 18. september 2006

Á söngæfingu.

foto:Kristinn.
Ég fór á fyrstu söngæfingu vetrarins í kvöld með Sköftunum. Það voru tæplega 30 manns mættir og gaman að hitta söngfélagana að loknum sumarfríum. Þetta er fjórði veturinn sem ég æfi með kórnum. Nú er hafin æfing fyrir söngferð sem farin verður á Klaustur í lok október. Annars er lítið í fréttum. Veðrið er orðið haustlegt, rok og rigning og haustlitir farnir að sýna sig. Það er helst í fréttum héðan að búið er að mála húsið að utan. Það er í óbreyttum litum en það er allt annað að sjá það. Búið að laga skellur og sprungur. Lítið heyrt í Valdimar og Stellu þau voru í réttum um helgina. Sigrún og Sirrý á fullu í skólanum. Kveðja.

Engin ummæli: