föstudagur, 29. september 2006

Í lok vinnuviku.

Akureyri
Hef haft nóg að gera þessa vikuna. Meðal afreka var ferð norður á Akureyri á miðvikudag. Flugum þrír í Dorniervél Landsflugs á Sauðárkrók og tókum svo bílaleigubíl þar og keyrðum til Akureyrar. Málið var að alltaf var verið að fresta fluginu á Akureyri vegna þoku. Svo var tilkynnt um flug á Sauðárkrók og við tókum sjénsinn og flugum þangað í staðinn. Rétt á eftir var svo flogið til Akureyrar þannig að við græddum nú engann tíma á þessu. Við komum hálftíma á eftir Akureyrarvélinni. En þetta var allavega tilraun til þess að spara tíma og bara nokkuð skemmtileg. Við spurðum þann sem leigði okkur bílinn á Króknum hvernig væri að keyra á milli Sauðárkróks og Akureyrar og hvort hætta væri á lögreglumælingum. Það kom okkur á óvart hvað hann var vel að sér um þessi mál. Það kom líka á daginn að hann var lögreglumaður í fullum skrúða undir flíspeysu sem hann var í. Ferðin heim frá Akureyri var tíðindalaus og vorum við komnir í bæinn um sjö leytið.

Engin ummæli: