sunnudagur, 3. september 2006

Fallegur dagur.

Guðbjörn, Ingunn og Helgi Byrjaði þennan laugardag á smá tiltekt. Fór svo eftir hádegið upp í Salinn til þess að kynna mér tónleikaröð Tíbrár tónleikanna í Salnum. Fór svo síðdegis til Helga og Ingunnar. Guðbjörn var í heimsókn líka en hann fer til Svíþjóðar í fyrramálið. Borðuðum pönnukökur með rifsberjahlaupi, heilum jarðarberum sem dýpt hafði verið í súkklaði og rjóma. Í aðalrétturinn var blufine túnafiskur. Þvílíkt lostæti. Wow á ekki orð til að lýsa því hvílíkt lostæti þessi réttur var. Píanóstillarinn minn hringdi í mig alla leið frá Kína og sagði mér að hann hefði verið í heimsókn í verksmiðjunni sem framleiddi flygilinn minn. Ótrúlegt hvað heimurinn er lítill. Á heimasíðu Kristins Leifssonar má sjá myndir af verksmiðjunni og starfsemi hennar.

Engin ummæli: