þriðjudagur, 7. júlí 2009

Af "topp fundinum" í Jönköping og fleiru smálegu.

Klaustrið í Vadstena.
Þeir koma sér ekki saman Svíar og Spánverjar hvernig skuli fara með sjúkrakostnað ESB borgara. Svíar vilja að allir ESB borgarar eigi rétt á sjúkraþjónustu í því ESB landi sem þeir dvelja. Spánverjar eru nú ekki tilbúnir að skrifa upp á það. Þeir vita sem er af öllum norrænu ellismellunum sem dvelja á Spáni langtímum saman og ætla ekki að bera af þeim kostnað af hugsanlegri sjúkraþjónustu. Þeir vilja að sjálfsögðu geta sent reikningana til ríku þjóðanna í norðri. Á meðan heilbrigðisráðherrar ESB voru að rífast um þetta í dag í víggirtum háskólanum keyrðum við Sirrý til Motala með viðkomu á ýmsum merkum stöðum á leiðinni meðfram austurströnd Vättern. Sirrý er sérstakur vinur Motala í gegnum árin. Þar sat hún áður við fótskör Barbro Bäck Fris lærimóður sinnar í öldrunarfræðum. Eftirminnilegust er þó altarisgangan með Birgitta nunnunum eftir góðan ferðadag um fallegt hérað og merkar söguminjar í Vadstena. Nú ég gæti talið margt fleira en daginn enduðum við á yndislegum kvöldverði hjá Brahe rústunum með útsýni yfir rústirnar og vatnið stóra. Þegar heim var komið var horft á brot af minningarhátið M. Jacksson. Þar fór mikill poppari og skemmtikraftur. Karlinn aðeins fimmtíu ára gamall. Ég hef löngum haft gaman af tónlist hans. Ætli BAD sé ekki uppáhladsplatan mín með honum. Jæja læt þetta duga í bili. Kveðja.

Engin ummæli: