sunnudagur, 5. júlí 2009

Kef - Kaup - Kstad.

Það er ekki oft sem maður nær að sofa megnið af leiðinni til Kaupmannahafnar. Tíminn líður hraðar en þetta er ekkert sérstsaklega þægilegur svefn svona sitjandi. Það var hitabylgja hér í gær. Hitinn var í kringum 30°C. Í Kristianstad eru hátíðardagar kenndir við bæinn. Minnti mig á það að við vorum hér á sama tíma í fyrra. Í miðbænum eru sölutjöld, ferðatívolí og hljómsveitir spilandi tónlist. Við fórum með strákana í tívolí. Þeir skemmtu sér konunglega og hefðu örugglega geta farið í fleiri tæki. Í dag er aðeins svalara 21°C og bærilegra að vera útivið. Kveðja.

Engin ummæli: