mánudagur, 20. júlí 2009

Horft til himins

Kvöldroði. Norðvesturhimininn skartar rauðbleiku í kvöld á miðnætti, sjálfri Þorláksmessu að sumri. Einn mesti helgidagur ársins fyrir siðaskipti. Höfum verið hér heimavið í frábæru veðri. Hitt nokkra góða vini á förnum vegi í orðsins fyllstu merkingu. Kveðja.

Engin ummæli: