mánudagur, 6. júlí 2009

Jönköping - EU topp möte.

Jönköping er staðurinn í dag, ef þú hefur áhuga á málefnum ESB. Hér fer fram ráðherrafundur bandalagsins í tilefni þess að Svíar eru að taka við kyndli sambandsins næstu sex mánuði. Búið er að loka af ákveðin svæði í bænum og snyrta og fegra miðbæinn í tilefni þessa atburðar. Hér eru samankomnir allir helstu ráðamenn Evrópu til skrafs og ráðagerða. Væntanlega hljóta viðbrögð við aðsteðjandi efnahagsvanda að vera helsta umræðuefnið, en efnahagslægðin hefur lagst af fullum þunga á meginland Evrópu með vaxandi atvinnuleysi og minnkandi umsvifum. Annars hófum við daginn á því að fara að leika með Svenna og Jóa. Síðan tókum við lestina til Malmö og sóttum bílinn. Komum við í Lundi og reikuðum þar aðeins um og héldum svo til Jönköping. Það voru ansi miklar öfgar í veðrinu á leiðinni hingað. Við keyrðum í gegnum regnskúrabelti en þess á milli var uppstytta og sást jafnvel til sólar. Það er mikill hiti jafnvel þótt víða sé skýjað. Kveðja.

Engin ummæli: