föstudagur, 10. júlí 2009

Í Jönköping

Deginum höfum við varið hér í Jönköping. Hér er margt áhugavert að sjá. Mikill ferðamannastraumur er til Svíþjóðar þessa daga frá Danmörku og Þýskalandi og víðar. Það gerir að gengi sænsku krónunnar er afar hagstætt gagnvart dönsku krónunni og evrunni. Svíþjóð hefur allt það að bjóða sem gott ferðaland þarf að geta boðið. Í dag var hér evrópsk matarkynning í miðbænum. Boðið upp þýska, franska, hollenska, spænska rétti og ýmislegt annað frá öðrum löndum. Sirrý segir að þessi sama kynning hefði verið í Kaupmannahöfn í nóvember og hún og Halla hefðu sótt hana saman þar. Bið að heilsa.

Engin ummæli: