miðvikudagur, 22. júlí 2009

Samningur eða sjálfdæmis gjörningur.

Mikið er talað um svokallaðan Icesave samning þessa dagana. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort rétt sé að kalla þetta samning eða sjálfdæmis gjörning. Miðað við það sem maður les og heyrir fjallað um þetta mál í fjölmiðlum hallast ég æ meira að síðari skýringunni. Var íslenska ríkið í einhverri samningsstöðu við Breta og Hollendinga? Bretar settu okkur undir hryðjuverkalög sín 6. október 2008. Það hefur aldrei verið gefin skýring á því. Hollendingar hóta okkur útskúfun í væntanlegum ESB aðildarviðræðum, ef ekki verði staðið við samkomulagið. Það hlýtur að valda ESB sinnum í ríkisstjórninni miklum áhyggjum miðað við ákafa þeirra í að koma okkur inn í sambandið. Þeir sem fóru fyrir samninganefndinni hafa enga eða litla reynslu af samningum sem þessum. Þótt ugglaust séu þetta allt prúðir diplómatar og embættismenn. Enda hefur komið á daginn að þeir hafi ekki einu sinni ýmis hugtök samningstextans á hreinu.

Engin ummæli: