sunnudagur, 12. júlí 2009

Fundurinn var flopp!

Ég fékk að vita það í dag að topp ESB fundurinn hér í Jönköping var víst algert "flopp" frá sjónarhóli Jönköpingbúa. Heimamenn höfðu gert sér vonir um að hingað kæmi fjöldi erlendra blaðamanna og nú ætluðu þeir að sýna umheiminum í hvað þeim bjó. En hingað mættu víst aðeins fimmtíu blaðamenn og þeir höfðu engan áhuga á Jönköping og nenntu ekki einu sinni á helstu ferðamannastaði í nágrenninu. Sveitarfélagið hafði lagt peninga í fjölmiðlakynningu og meira segja ESB setti einhverja aura í þetta líka. Þannig að Jönköping varð ekki sá viðkomustaður Evrópu sem vonast var til með umfangsmikilli fjölmiðlakynningu. Það gladdi Svíann sem sagði mér þetta ósegjanlega og bjargaði deginum þegar þessi bloggari klikkti út til áréttingar upp úr eins manns hljóði. Fimmtíu blaðamenn og einn bloggari frá Íslandi sem bloggar fyrir fjölskyldu sína og vini. Svona er þetta með okkur þessa jaðarbúa við keppumst með öllum tiltækum ráðum að máta okkur í miðju atburða í stað þess að njóta þess og þakka fyrir að búa á þessum svæðum, hvort heldur er í uppsveitum Smålands eða á Íslandi. Kveðja.

Engin ummæli: