fimmtudagur, 16. júlí 2009

Dapurlegt.

Það fór þá svo að Alþingi vort ákvað að farið yrði á fjórum fótum í aðildarviðræður til Brussel eins og sænska konan hafði spurt mig forviða í síðustu viku hvort við ætluðum að gera. Ég fylgdist með atkvæðagreiðslunni í þinginu í dag. Það var dapurlegt að hlusta á fyrirvara sumra þingmanna VG. Þeir segjast ætla að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn ESB aðild, en samt vilja þeir leggja upp í viðræðurnar án nokkurra fyrirvara. Næst munu þessir aðilar væntanlega samþykkja að við alþýða þessa lands tökum að okkur að greiða Icesave "gripdeild" Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Engin ummæli: