laugardagur, 25. júlí 2009

Brúðkaup Valdimars og Stellu.


Við höfum verið við brúðkaup Valdimars Gunnars og Stellu í dag. Athöfnin byrjaði með því að sr. Hjörtur Hjartarson afi Valdimars gaf þau saman í Dómkirkjunni í Reykjavík. Brynhildur Björnsdóttir móðursystir hans söng við athöfnina sálminn eftir sr. Hjálmar Jónsson, Nú leikur blær við lífsins vor við lag Marteins Hunger. Að lokinni athöfninni söng hún lögin Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum og Dagnýju. Organistinn við athöfnina var Bjarni Jónatansson. Að lokinni athöfn í kirkjunni var haldið að Félagsheimilinu Dreng í Hvalfirði þar sem veislan var haldin. Veislustjórar voru Brynhildur Björnsdóttir og Hjörtur Friðrik bróðir brúðgumans. Allt gékk upp eins og best verður á kosið. Veðrið lék við brúðhjónin og dagurinn var hinn ánægjulegasti. Kveðja.

Engin ummæli: