laugardagur, 18. júlí 2009

Tónleikar í Hljómskálagarðinum.

The Lame Dudes Við fórum á hljómleika The Lame Dudes bandsins í Hljómskálagarðinum í dag. Virkilega notaleg stund með áheyrilegri blues tónlist. Hljómsveitin er mjög góð. Hún er orðin meira en "bara efnileg" eins og henni var einhverntíma lýst á þessari síðu. Hún er bara virkilega góð. Hvet alla tónlistarunnendur að kynna sér þetta band. Tónaflóðið og lagaflutningurinn er flottur. Þeir voru með bongótrommu í dag í stað hefðbundins trommusetts. Þessi útfærsla féll mjög vel að lagavali og flutningi og gaf nýja vídd í flutninginn. Sólógítarleikarinn Snorri Björn Arnarson var í stuði og tók nokkur gítarsóló, svona til að minna á snilli sína. Söngvarinn Hannes Birgir Hjálmarsson verður bara betri. Hann hefur hljómþýða baritón rödd sem fellur vel að tónlistinni og nær að skapa þessa "melló" bluestilfinningu líka þegar textinn er á íslensku.

Sólógítaristinn. Læt þessa mynd fylgja af sólógitarleikaranum Snorra Birni Arnarsyni á fína mótorhjólinu sínu fyljga með. Myndin er tekin þegar hann kvaddi eftir tónleikana í Hljómskálagarðinum. Svona ferðast ekki nema alvöru menn og það með 2000 kúbik milli fótanna. Kveðja.

Engin ummæli: