fimmtudagur, 9. júlí 2009

Nú er hún Snorrabúð stekkur

Endalokin. Glergerð hefur alltaf heillað mig. Bæði glerlist og gleriðnaður. Eitt fyrsta verkefnið sem ég fékk í hagfræðinámi mínu fyrir þrjátíu og fimm árum var að kanna út frá ýmsum þáttum áhrif þess að sænski glerframleiðandinn PLM lagði niður glerverksmiðju í litlu samfélagi nálægt Gautaborg þar sem framleidddar voru flöskur. Ég hef farið í nokkur skipti í glerverksmiður í Svíþjóð og víðar: Boda, Costa, Örrefoss, Arabía o.s.fr. Glerblásturinn heillar mig líka og ég hef alltaf jafn mikla ánægju að sjá deigan glerklumpinn á enda blásturspípunnar taka á sig mynd. Hvort heldur er rauðvínsglas, glerfugl eða eitthvað annað. Í dag fórum við í heimsókn í glerverksmiðjuna Rörstrand í Lidköping. Þangað höfðum við ekki komið í þrjátíu ár. Það vakti hjá okkur svolítinn trega þegar okkur var sagt að búið er að slökkva á síðsta ofninum. Það var gert árið 2005 og nú er öll framleiðsla undir Rörstrand merkinu í Asíu. Þetta aldagamla sænska fyrirtæki, sem reyndar var komið í eigu Finna komst í þrot. Eftir stendur Rörstrand "design", sem var hönnunardeild fyrirtækisins. Nú hvað er að því að fyrirtæki fari á hausinn, kann einhver að spyrja. Merkileg atvinnusaga er að baki. Breytt viðhorf neyslusamfélagsins kalla á nýjar framleiðslulausnir, þar sem áherslan er lögð á ódýrari framleiðslu, sem síðan er seld í massavís í lágvörukeðjum á borð við IKEA. Auðvitað er þetta á kostnað gæðanna.Matarstellin eru ekki lengur framleidd til þess að endast mannsaldur eins og gamla Annikan eða Elísabet. Niðurstaða dagasins er að þið sem eigið norræn bollastell skulið halda í þau. Innan tíðar verða þetta verðmætir safngripir. Nóg í bili. Kveðja.

Engin ummæli: