þriðjudagur, 30. júní 2009

Við ferðalok.

Geimstöðin Það er ef til vill stílbrot í frásögn af gönguferð á Landmannaafrétti að enda hana með mynd af fimmtíu og sex ára gömlum herjeppa. Það er ekki að ástæðulausu. Bifreiðin og þá sérstaklega eigandi hennar og trússarinn Olgeir Engilbertsson í Nefsholti voru lykilþátttakendur í ferðinni. Fluttu fólk og farangur og Olgeir var óþrjótandi að miðla af mikilli þekkingu sinni um svæðið. Hann er eins og lifandi uppsláttarrit um Landmannaafrétt. Þriðji og síðasti áfanginn í ferðinni var úr Landmannahelli í Landmannalaugar og var farinn á laugardeginum. Ég ákvað að taka mér frí þennan síðasta dag. Ferðalok voru svo í Landmannalaugum síðar um daginn. Þeir sem höfðu áhuga á því skelltu sér í laugina og nutu stundarinnar. Um kvöldið var aftur sameiginleg máltíð við Landmannahelli sem var næturstaður okkar þessa tvo síðustu daga. Ljúfir harmóníkutónar spilaðir af Kristni og fólk naut stundarinnar. Það var komið að leiðarlokum. Hópurinn var glaður en þreyttur eftir erfiði undangenginna daga. Allt hafði gengið áfallalaust fyrir sig. Það var komið að ferðalokum og kveðjustund. Takk fyrir mig.
(Mynd: Kjartan Kjartansson)

Engin ummæli: