sunnudagur, 7. júní 2009

Sjómannadagsþankar

Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Sjómannadagurinn er ávallt fyrsti sunnudagur í júní, nema hann beri upp á hvítasunnu þá færist hann til um viku. Það er ánægjulegt hvað vegur þessa dags hefur aftur farið vaxandi. Veðrið hefur verið einmuna gott um þessa helgi og ekki hefur það skemmt fyrir hátíðarhöldum. Í gær var því fagnað að 65 ár voru frá innrásinni í Normandý sem markaði þáttaskil í seinni heimstyrjöldinni og var upphafið að endalokum nasismans. Það var áhrifaríkt að sjá alla þessa öldnu hermenn mætta til að taka þátt í hátíðarhöldunum í sjónvarpinu. Þeir söknuðu Elísabetar drottningar sem var ekki boðið. Hún er eini eftirlitfandi þjóðhöfðinginn sem gékk í sama einkennisbúningi og hermennirnir eins og þeir orðuðu það gömlu mennirnir og táruðust. Nú hefur G. Brown þurft sviðið til þess að treysta stöðu sína gagnvart almenningi, en frægðarsól hans þverr nú óðum að sögn fjölmiðla. Þarna var mættur nýr forseti Bandaríkjanna, Obama. Það minnir mig aftur á Icesave málið sem nú er verið að semja um fyrir luktum dyrum. Merkilegt að það skuli ekki enn liggja fyrir hverjir beri ábyrgð á því að landsmenn séu orðnir ræðarar á breskum og hollenskum skuldagaleiðum svo notað sé líkingamál.

Engin ummæli: