mánudagur, 22. júní 2009

Bláeygðir og plataðir.

Ég var að lesa Tíund í dag, blað Ríkisskattstjóra. Þar er athyglisverð grein um hverjir það voru sem töpuðu hlutafé í bönkunum. Auðvitað voru það við þessir einstaklingar, sem áttum nokkur bréf í þessum bönkum. Hákarlarnir voru flestir með sínar fjárfestingar í félögum "óháðum" eigin efnahag."Við" erum tugþúsundir einstaklinga sem höfum tapað á þessum fjárfestingum í bönkunum. Skrattakollarnir sem vissu hvert stefndi voru svo ýmist búnir að selja og/eða flýja bankana eins og dæmin sýna. Líklega mun taka nýjar kynslóðir og áratugi áður en venjulegir launþegar munu treysta hlutabréfamarkaðnum að nýju hvað þá bönkum. Auðvitað fylgir því aukin áhætta að fjárfesta í hlutabréfum. En að innviðir bankanna væru jafn rotnir og nú hefur komið í ljós hvarflaði ekki að manni. Eins og segir í greininni er þessi staða litlu fjárfestanna sem hafa tapað öllu sem þeir áttu í þessum bönkum smámunir miðað við þá alvarlegu stöðu sem þjóðin er í um þessar mundir.

Engin ummæli: