laugardagur, 6. júní 2009

Söde skovbær og sure sild

Saga Gärde.
Mikið er yndislegt að enda vinnuvikuna á því að setjast inn í Norræna húsið á föstudagskvöldi. Fá sér eitt kælt vínglas og hlusta á flotta söngkonu taka nokkur sænsk vísna- og jazzlög. Þetta ætti maður að gera oftar. Tónleikarnir báru yfirskriftina "Söde skovbær og sure sild" eða "Sæt skógarber og kæst síld". Sænska leik- og söngkonan Saga Gärde söng eins og engill við undirleik feðganna Anders Ahnfelt - Rönne á píanó og harmóníku og Lars Rönne á kontrabassa. Það var bara eins og Monica Cetterlund væri endurfædd. Framburður og túlkun var mjög góð og söngurinn lírískur. Maður verður svo þakklátur og mjúkur eftir svona fallegan og ljúfan söng. Hluti af efnisskránni voru jazz útsetningar eftir Jan Johannsson og svo ýmsar sænskar perlur eins og Ak Värmland du sköna, Monica´s vals, Trubbel, Om natten m.m. Kveðja.

Engin ummæli: