þriðjudagur, 9. júní 2009

Á Mosfelli

AGGF hópurinn. Í kvöld fór ég með níu félögum í AGGF leikfimihópnum mínum á Mosfell. Við vorum einn og hálfan tíma að ganga á fjallið og til baka. Veðrið var frábært til göngu, svalur andvari og svona ekta gönguveður. Á leiðinni upp veltum við því fyrir okkur hvar sjóður Egils gæti legið. Engar raunhæfar uppástungur leiddu til frekari eftirgrenslan okkar. Gott væri að hafa hann tiltækan nú til að greiða Icesave skuldir okkar, sem einnig voru til umræðu. Fátt er betra til að hreinsa hugan af veraldlegu amstri en svona hæfileg fjallganga. Maður gerir allt of lítið af þessu. Næsta þriðjudag verður gengið á Meitilinn. Kveðja.

Engin ummæli: