miðvikudagur, 10. júní 2009

How wonderful live is.....

Kraftur í karli. Í kvöld fór ég í eina af gönguferðum mínum um Elliðaárdal með Skálmurum sem eru að uppistöðu fólk ættað úr Skaftafellssýslum og söngfélagar úr Söngfélagi Skaftfellinga. Ég hef sagt ykkur nokkrum sinnum frá þessum göngum sem ég hef verið að fara í vetur með þessum hópi. Enginn veit hvílík perla Elliðaárdalurinn er fyrr en hann hefur kynnst honum í návígi á göngu um vetur að vori og um sumar. Nú á ég eftir að kynnast honum að hausti. Náttúrufegurð svæðisins er einstök og endurnærir gangan og veran í dalnum bæði sál og líkama. Það eru mikil forréttindi að hafa þvílíka perlu inn í miðri borginni.
Kermóafoss. Ég læt þessa mynd fylgja með til þess að sýna ykkur dæmi um þær náttúruperlur sem þarna gefur að líta.
Göngufélagarnir eru margir miklir göngugarpar sem fara flestir í langar gönguferðir á sumrin um óbyggðir landsins. Skálmið í Elliðaárdal er undirbúningur hjá mörgum undir slíkar ferðir. Vonandi á maður eftir að upplifa slíka reynslu áður en langt um líður. Kveðja. (Myndir: Kristinn Kjartansson) Á myndinni eru einnig Skálmararnir Svandís Kristiansen og Kjartan Kjartansson.

Engin ummæli: