laugardagur, 20. ágúst 2005


Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Var á stofutónleikum hjá Aðalsteini Ásberg í Þjóðmenningarhúsinu. Sonur hans söng líka eitt lag mjög vel. Man ekki hvað hann heitir því miður en hann gerði þetta afskaplega vel. Þarna er mikið efni á ferðinni, þótt hann sé aðeins 8 ára. Fram komu einnig hjónin Guðrún Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar Valgeir Skagfjörð sem spilaði á píanóið. Mjög fallegir og hugljúfir tónleikar. Guðrún er í fremstu röð sem söngkona. Hún er með aðlaðandi rödd, örugg í framkomu og góða útgeislun, skýrmælt og lýrísk. Aðalsteinn Ásberg byrjaði árið 2001 að halda þessa tónleika heima í stofnunni hjá sér á þessum degi ásamt eiginkonu sinni Önnu Pálínu sem lést fyrir skömmu. Hann ætlar að halda þessum tónleikum áfram.

Engin ummæli: