miðvikudagur, 3. ágúst 2005

Veisla hjá Höllu og Erni.


Trúbadorarnir Sæmi og Snorri.

Þessir tveir trúbadorar fóru á kostum í veislunni sem Halla og Örn héldu frændfólki Höllu og hyski þess föstudaginn fyrir Verslunarmannahelgina. Hér er sýnt lokaatriði tónleikanna þegar Sæmi tekur hugljúft lag og Snorri hlustar á hann með andakt. Svona atriði upplifir maður ekki á hverjum degi. Það hefði mátt heyra saumnál detta á meðan þetta rafmagnaða lag rafvirkjans var flutt af dýpstu innlifun.

Engin ummæli: