fimmtudagur, 11. ágúst 2005

Fjallasýn í Salt Lake City.


Klettafjöllin í Utah.
Loksins, loksins sá ég hluta af Klettafjöllunum í sumar. Þessi mynd er tekin í Salt Lake City. Þið sjáið "Y" merki í fjallinu. Þetta er til þess að minna vegfarendur á að fyrir neðan þetta merki er Brigham Young háskólinn, sem mun vera stærsti einkaháskóli í heimi. Hversu oft hefur maður ekki heyrt af þessum mikla fjallgarði. Hann er tígurlegur sérstaklega er minnistætt fjallið Sofandi indjána prinsessan. Ég á enga mynd af því vegna þesss að ég gleymdi að taka hana ég var svo hugfanginn af því. Það minnir mig á manninn upp í Manitóba á sléttum Kanada sem hafði aldrei séð Klettafjöllin og lét svo verða að því að fara og sjá þau. Þegar hann kom til baka og var spurður hvernig honum hefði litist á Klettafjöllin sagð'ann; "þau voru svona eins og stórt grjót". Klettafjöllin eru stórkostleg sýn og einstakt augnayndi jafnvel fyrir okkur aðdáendur Esjunnar og Borganna í Reykhólasveit, en Jensína amma sagði að það væri fallegasti staður á jörðinni. Annállinn færir Axel bróður bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins. Annars ekkert sérstakt í fréttum. Sirrý skrapp aðeins yfir pollinn. Kveðja.

Engin ummæli: