þriðjudagur, 9. ágúst 2005

Símakeflið horfið.


Símakeflið.

Við tókum eftir því að gamla símakeflið var horfið þegar við komum austur í Skaftártungu. Það var komið vel til ára sinna og hafði þjónað vel og lengi sem útiborð. En nú býður það endanlegra örlaga sinna í gilinu og verður væntanlega næsta varðeldi að bráð. Gamla símakeflið minnir okkur á að allir veraldlegir hlutir eru forgengilegir. Framtíðin felst í endurnýjun lífsins. Litla páskaliljan minnir okkur á þetta en við settum niður lauk í fyrra og nutum hennar í sumarbyrjun. Hún minnir okkur á að nú hallar sumri og allt á sinn tíma og mikilvægt sé að nota tímann. Kveðja.

Engin ummæli: