mánudagur, 1. ágúst 2005

Þá er sumarfríið á enda.


Feðgar á Akureyri.

Þessi fína mynd var tekin á Akureyri í júlílok eftir ferðina um Vestfirði. Við höfum nú verið aðallega innan bæjarmarkana síðustu viku. Skruppum þó austur að Dyrhólaey til þess að skoða lunda með Marie Berg og Erland. Þau voru afar hrifin og eyddu góðum tíma í að ná myndum af lundum. Síðan skruppum við til Víkur en þar var haldið Landsmót ungmennafélaganna í ár. Sænsku hjónin voru mjög hrifin af Íslandi og sögðu að ferðin með okkur hefði verið punkturinn yfir iið. Veðrið var okkur innan handar þótt búið væri að spá rigningu en sú spá rættist ekki að þessu sinni. Við erum búin að vera að ditta að húsinu og taka því rólega, kannski fullrólega en þetta er búið að vera ágætt. Við fórum í veislu til Höllu og Arnar á laugardaginn var. Þar voru saman komnir ættingjar Sirrýjar í móðurætt. Þetta voru um 60 manns. Fengum þennan fína grillmat og hittum frændfólk Sirrýjar frá Ameríku, Chester og Ann frá Flórída með þrjú börn (Brand, Anna og Jacky) og Thor og Mary Beth með tvö unglinga (Margret Ann og Kyle). Nú við hittum prestshjónin í gærkvöldi og litum við hjá Sigurði og Vélaugu fyrr í vikunni þannig að við höfum komið viða við í fríinu. Kveðja.

Engin ummæli: