fimmtudagur, 4. ágúst 2005

Frá Dyrhólaey.


Endurfundir.

Sirrý fór með Marie vinkonu sína frá Kållered í Svíþjóð upp á Dyrhólaey til þess að sýna henni og Erland manni hennar lunda. Einnig var tilgangur ferðarinnar að sýna henni Mýrdalinn, suðurlandsundirlendið og Vík í Mýrdal. Við sáum lundana í þúsundavís og þau hjónin voru frá sér numin af hrifningu og tóku margar myndir af þessum sérstæða fugli. Hér eru þær vinkonur á Dyrhólaey með Reynisdranga í baksýn. Marie hefur verið í sambandi við Sirrý alla tíð frá því við komum frá Svíþjóð árið 1979. Þau Erland og Marie voru mjög hrifin af Íslandi. Þau voru óvenju heppin með veðrið og allt gékk upp í þessari fyrstu heimsókn þeirra hingað. Sirrý er búin að vera spyrja hana reglulega í yfir aldarfjórðung hvenær hún ætlaði að láta verða að því að heimsækja Ísland. Loksins létu þau verða af því og sjá ekki eftir því.

Engin ummæli: