laugardagur, 20. ágúst 2005


Helgi og Ingunn.

Við fórum í Þjóðmenningarhúsið og skoðuðum sýningu um mormóna sem fóru frá Íslandi til vesturheims upp úr miðri 19. öld. Efst upp í horninu hægra megin eru myndir af langalangaömmu Ingunnar, Guðrúnu Jónsdóttur og þremur börnum hennar og fósturdóttur. Guðrún var 58 ára þegar hún fór vestur. Hún var velmegandi bóndakona í Hrífunesi í Skaftártungu gift Einari Bjarnasyni bónda þar. Eftir urðu á Íslandi Einar bóndi og tveir synir hans sr. Bjarni Einarsson langafi Ingunnar og Jón Einarsson langafi Sirrýjar þannig að þetta eru sameiginleg amma og frændfólk þeirra. Það hefur verið stóra gátan í fjölskyldunni af hverju konan fór vestur. Líklegasta svarið er það að hún hafi gert það trúarinnar vegna. Sirrý er á ráðstefnu í Finnlandi þessvegna vantar hana á þessa mynd.

Engin ummæli: