laugardagur, 20. ágúst 2005

Menningarnótt í Reykjavík.


Laugarvegurinn.

Það var eins og vanalega maður við mann á Laugarveginum um níu leytið í kvöld þegar ég var á leiðinni heim eftir að hafa verið með Helga og Ingunni í bænum á þessum menningardegi. Nú má heyra óminn af eldflaugunum í bænum þegar þetta er skrifað um miðnættið. Reykjavík breytir heldur betur um svip þennan dag. Hún breytist úr stórborg í lítinn bæ þar sem maður hittir alla kunningja sína á einu litlu svæði. Fólk sem maður rekst annars aldrei á sér maður í bænum á menningarnótt.

Engin ummæli: