laugardagur, 20. ágúst 2005

Heimboð að Tröð í Árnessýslu.


Tröð og húsráðendur.

Alltaf leggst manni eitthvað skemmtilegt til í lífinu. Í gær var haldið austur fyrir fjall í heimboð Guðlaugar, Birgis og Gunnars vinafólks okkar frá því við bjuggum í Engihjallanum fyrir 20 árum. Veðrið á leiðinni austur var mjög slæmt, hífandi rok og grenjandi rigning. Þegar komið var austur fyrir Hellisheiði lægði veðrið töluvert og þegar komið var heim að Tröð, en svo heitir sumarbústaðurinn, var ágætasta veður. Við borðuðum saman grillmat í gærkveldi og sátum drjúga stund að spjalli og áttum saman góða stund. Hélt af stað í bæinn kl. 11.30 í morgun. Ía og Sólrún Dís voru líka í heimsókn og höfðu þær afnot af litla kotinu, sem er afar "kósí" staður. Sigrún Huld hefur verið undanfarna daga vestur á Snæfellsnesi í sumarbústað á Hellum ásamt þremur vinkonum sínum þeim Erlu, Röggu og Steinunni. Þær komu heim í gærkvöldi þannig að Sigrún treysti sér ekki austur. Í kvöld er Menningarnótt í Reykjavík. Maður sér til hvort maður hafi nennu til þess að fara í bæinn. Nú Sirrý hefur verið á ráðstefnum í Kaupmannahöfn og Finnlandi og er væntanleg heim annað kvöld. Kveðja.

Engin ummæli: