laugardagur, 13. ágúst 2005


Kaþólskakirkjan í Rvík.

Ég verð að viðurkenna það að ég er veikur fyrir kirkjubyggingum. Smellti mynd af kaþólsku kirkjunni í Reykjavík. Þessi kirkja er vissulega eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur. Alltaf gott að koma í messu þar. Hef komið þar nokkrum sinnum á stórhátíðum og er það alltaf notalegt. Það sést aðeins í gaflinn á Landakotsspítala. Það verður aldrei fullþakkað það mikilvæga starf sem kaþólskar nunnur hafa unnið í heilbrigðismálum okkar Íslendinga. Vonandi að einhver hafi munað að þakka ærlega fyrir okkur í þeim efnum.

Engin ummæli: