sunnudagur, 7. ágúst 2005

Víkurkirkja, Vík í Mýrdal.


Víkurkirkja.

Ég var í kirkjumyndarstuði um helgina og tók líka mynd af þessari fallegu kirkju í Vík í Mýrdal. Hún á það sameiginlegt með Hallgrímskirkju í Reykjavík að Guðjón Samúelsson teiknaði þær báðar. Þessi kirkja er glæsileg og stendur á tígurlegum stað yfir þorpinu. Í kirkjunni eru steindir gluggar sem vert er að sjá.

Engin ummæli: