laugardagur, 20. ágúst 2005

Menningarnótt í Reykjavík.


Skólavörðustígurinn.

Ég hef alltaf farið í bæinn á menningarnótt eða á að segja menningardaginn því það er búið að færa svo mikið af dagskrárliðum fram á daginn. Hér má sjá fólkið á Skólavörðustíginum um kl. 21.00 þegar ég var á heimleið úr miðbænum. Fór í heimboð til Helga og Ingunnar og þáði líka þessa fínu menningarveislu. Það var annars mikil þröng á þingi afslappað andrúmsloft í miðbænum.
Hvarvetna mátti heyra hljómlist leikna af hjartans list. Fátt vitnar betur um hversu rík hljómlistarmenning okkar Íslendinga er en sú músíkiðkun sem fram fer þennan dag um miðborgina. Þetta leiðir hugan að írskum og engilsaxneskum ættartengslum og fær mann til þess að trúa því að við séum með meira af því blóði í æðum en "ferkantaðra" frænda í Noregi. Þá undanskil ég Sissel Kirkeby og Grieg enda kunnu þeir nú framan af alls ekkert að meta hann. Svona undantekning sem sannar regluna.

Engin ummæli: