fimmtudagur, 2. nóvember 2006

Prófkjör á fullu

Það fer ekki milli mála að það eru prófkjörsdagar í suðvesturkjördæmi. Það stoppar ekki síminn vegna áróðurhringinga frá stuðningsmönnum frambjóðendanna. Maður er svo sem ekki búinn að gleyma því þegar maður stóð í þessu sjálfur hér forðum daga. Þetta er ákveðinn vertíðarfílingur í kringum þessi prófkjör. Svo verða einhverjir glaðir og aðrir sárir þegar úrslitin liggja fyrir. Alltaf svolítið skrítið þegar samherjar eru að berjast innbyrðis. Hef aldrei almennilega fílað það. Þetta er alltaf spurning um kynningu viðkomandi frambjóðenda, aðstöðu og peninga hvernig fólki vegnar í þessum prófkjörum. Baráttumálin verða jú líka að vera einhver. Nú og svo skiptir máli hvort um er að ræða karl eða konu og ungt eða gamalt fólk. Einhvernveginn finnst mér stemmingin ekki eins mikil í kringum væntanlegar kosningar eins og svo oft áður. Það getur þó átt eftir að breytast. Kveðja.

Engin ummæli: