föstudagur, 10. nóvember 2006

.. og nú er úti veður vont

Á föstudagskvöldi og enn gnauðar Kári gamli utandyra eins og hann er nú búinn að gera á annan sólarhring með uppstyttum þó. Það hefur verið snjómugga nú síðdegis og í kvöld og hálka á götum bæjarins. Það bar helst til tíðinda í dag að ég fór á ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu þar sem kynnt var ný skýrsla varðandi eflingu alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi. Þarna var húsfyllir og mikil bjartsýni meðal ræðumanna um möguleika okkar á þessu sviði. Meginforsenda fyrir því að þetta takist er að skattalegt umhverfi og reglugerðarverk fjármálamarkaðarins verði samkeppnishæft, gegnsætt og aðlagað reglugerðarákvæðum ESB og standist ýtrustu kröfur. Skýrsluna má nálgast hér: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Skyrsla.pdf . Nú ég heimsótti pabba og mömmu á Hlíðarveginn í kvöld átti með þeim góða stund. Annars höfum við Sigrún Huld verið heimavið í kvöld. Allt við það sama í Kristianstad. Nú kemur Sirrý heim á sunnudagskvöldið. Heyrði aðeins í Valdimar Gunnari í dag. Hann æfir sig í lagaflækjum og þvílíku. Kveðja.

Engin ummæli: